UNESCO Landsnefnd Íslands um Minni heimsins
Landsnefndin var sett á fót 15. nóvember 2012 með skipunarbréfi þar sem hlutverki hennar er lýst: Nefndin skal hafa það hlutverk að kynna Minni heimsins hér á landi, með það að markmiði að auka skilning á þeim margvíslegu verðmætum sem felast í andlegum menningararfi heimsins.
Nefndinni er falið að velja mikilvæg gögn (s.s. ritheimildir, upptökur, ljósmyndir, stafræn gögn, o.s.frv.) á sérstaka landsskrá. Slík landsskrá yrði síðan hvati að umsóknum um skráningar á heimsskrá Minni heimsins hjá UNESCO. Nefndin skal ennfremur vera ráðuneytinu til ráðgjafar um stefnumótandi verkefni er varða varðveislu og stafræna miðlun andlegs menningararfs hér á landi. Frá 15. nóvember 2012 til 14. nóvember 2015 er nefndin þannig skipuð:
- Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, formaður
- Eiríkur G. Guðmundsson, þjóðskjalavörður
- Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður
- Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands
- Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir sérfræðingur er jafnframt ritari nefndarinnar.