Lifandi hefðir

UNESCO Lifandi hefðir

Á vefsíðunni Lifandi hefðir gefst fólki kostur á að deila og miðla upplýsingum um lifandi hefðir. Þannig standa vonir til að á vefsíðuna safnist greinargóðar upplýsingar um þær fjölbreyttu hefðir sem stundaðar eru á Íslandi.

 

Með því að deila upplýsingum á síðunni skapast mikilvæg þekking á fjölbreyttri menningu sem fólk stundar en álítur oft hversdagslega. Þessi þekking verður ekki til nema með þátttöku fólks, þ.e. að það deili þekkingu sinni, og er þessi vefsíða vettvangur til þess.

 

Í starfsemi UNESCO hefur aukin þekking á ólíkum siðum og venjum fólks verið talin til þess fallin að auka gagnkvæma virðingu fyrir ólíkri menningu fólks. Samningur UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða öðlaðist gildi á Íslandi árið 2006. Markmið samningsins er:

 

  1. Að varðveita menningarerfðir
  2. Að tryggja að menningarerfðir viðkomandi samfélaga, hópa og einstaklinga séu virtar,
  3. Að efla vitund, bæði á staðarvísu og á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, um mikilvægi menningarerfða og tryggja að þær njóti gagnkvæmrar virðingar,
  4. Að koma á alþjóðlegri samvinnu og aðstoð.