UNESCO á Íslandi

UNESCO Á Íslandi

UNESCO

Meginmarkmið UNESCO er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu á sviði menntunar, vísinda- og menningarmála. Starfsemi UNESCO skiptist í grófum dráttum í fjóra þætti eða svið, en þau eru: 1) menntun, 2) menning, 3) náttúra og vísindi og 4) fjölmiðlar.

Skoða nánar –  UNESCOÍsland í Framkvæmastjórn

Þingvellir

Umsóknin um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og var hún samþykkt á fundi heimsminjanefndar UNESCO  í júlí 2004. Þingvellir eru þjóðgarður sem var með lögum stofnaður árið 1930.

Skoða nánar –  ÞingvellirÞingvellir á heimsminjaskrá

Surtsey

Umsóknin um Surtsey á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2007 og var hún samþykkt á fundi heimsminjanefndar UNESCO á fundi hennar í júlí 2008.
Surtsey er útvörður Íslands í suðri og ein af úteyjum Vestmannaeyja. Surtsey myndaðist í neðansjá vareldgosi í nóvember árið 1963, en gosinu lauk 5. júní 1967.

Skoða nánar – KynningSurtseySurtsey á heimsminjaskrá

Vatnajökulsþjóðgarður

Vatna​jök​ulsþjóðgarður var skráður á heims​minja​skrá UNESCO á heims​minjaráðstefnu sam​tak​anna í júlí 2019. Þar með er Vatna​jök​ulsþjóðgarður kom​inn í hóp merk​ustu þjóðgarða heims ásamt Yellow​st​one í Banda​ríkj​un​um og Galapagos í Ekvador, svo fá​ein dæmi séu nefnd.

Skoða nánar – Kynning Norrænt samstarf um heimsminjaskráVatnajökulsþjóðgarðurVatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá

Katla jarðvangur

KATLA jarðvangur er fyrsti jarðvangur landsins. Hann var stofnaður í nóvember 2010 og í september 2011 fékk hann aðild að samtökum evrópskra jarðvanga (European Geoparks Network) og um leið tengdist alþjóðlegu neti UNESCO fyrir jarðvanga (Global Geoparks Network).

Skoða nánar –  Katla jarðvangur Kynning

Reykjanes jarðvangur

Reykjanes jarðvangur nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Voga og Suðurnesjabæjar. Jarðvangurinn er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar. Í tilfelli Reykjanes jarðvangs er það Atlantshafshryggurinn, flekaskilin og afleiðingar þeirra. Samtökin eru studd af UNESCO

Skoða nánar –  Reykjanes jarðvangurKynning  – Reykjanes jarðvangur

Árnastofnun – Handritasafn Árna Magnússonar

Handritasafn Árna Magnússonar er í hópi 35 verka sem Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, setti á sérstaka varðveisluskrá sína 31. júlí 2009. Tilgangur varðveislulistans er að vekja athygli á mikilvægi þess að varðveita andlegan menningararf veraldar með því að útnefna einstök söfn sem hafa sérstakt varðveislugildi.

Skoða nánar –  Árnastofnun – Handritasafn Árna Magnússonar Minni-heimsins

Þjóðskjalasafn – Manntalið 1703

Árið 2012 sendi Þjóðskjalasafn inn umsókn um að manntalið 1703 yrði tekið á skrá UNESCO um minni heimsins (World Memory). Umsóknin var samþykkt 18. júní 2013 og manntalið 1703 er því komið í skrána um minni heimsins.

Skoða nánar –   Þjóðskjalasafn – Manntalið 1703

Lifandi hefðir

Á vefsíðunni Lifandi hefðir gefst fólki kostur á að deila og miðla upplýsingum um lifandi hefðir. Þannig standa vonir til að á vefsíðuna safnist greinargóðar upplýsingar um þær fjölbreyttu hefðir sem stundaðar eru á Íslandi.
Í starfsemi UNESCO hefur aukin þekking á ólíkum siðum og venjum fólks verið talin til þess fallin að auka gagnkvæma virðingu fyrir ólíkri menningu fólks.

Skoða nánar –  Lifandi hefðir Kynning

Landsskrá Íslands og landsnefnd um Minni heimsins

Heimsskrá (International Register) geymir menningararf sem hefur víða skírskotun og mikið alþjóðlegt gildi. Aðalstöðvar UNESCO varðveita þessa skrá. Landsskrá Íslands (Iceland‘s National Register) nær yfir menningararf sem er sérstaklega mikilvægur fyrir Ísland. Skráin er varðveitt af Íslensku UNESCO-nefndinni.

Skoða nánar –  Minni heimsins

Reykjavík bókmenntaborg UNESCO

Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO í ágúst 2011, en hún var fimmta borgin í heiminum til að hljóta þennan heiður og sú fyrsta utan ensks málsvæðis. Titillinn er varanlegur. Bókmenntaborgirnar eru hluti af stærra neti Skapandi borga UNESCO.

Skoða nánar –  Reykjavík bókmenntaborg UNESCO Kynning

UNESCO-skólar

Skólavefnum var komið á laggirnar til að halda utan um námsefni fyrir þá skóla sem taka þátt í UNESCO-skólaverkefninu.

Skoða nánar –  UNESCO-skólar KynningUNESCO-skólar

UNESCO-UNITWIN háskóla verkefni

UNITWIN er samstarfssamningur háskóla í fjórum heimsálfum við Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Skoða nánar –  UNESCO-UNITWIN háskóla verkefniKynning

Íslenska Vatnafræðinefndin

Hlutverk Íslensku vatnafræðinefndarinnar er að fara með alþjóðasamstarf á sviði vatnafræði innan vébanda Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Nefndin er skipuð af menntamálaráðherra. Veðurstofa Íslands hýsir vefsíðu Íslensku vatnafræðinefndarinnar.

Skoða nánar –  Íslenska VatnafræðinefndinKynning

Vigdísarstofnun

Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar, er alþjóðleg tungumálamiðstöð sem hóf starfsemi sína 20. apríl 2017. Miðstöðin er starfrækt undir merkjum UNESCO.

Skoða nánar –  VigdísarstofnunKynning

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem hóf starfsemi á Íslandi í byrjun árs 2020 er fyrsta þverfaglega stofnun sinnar tegundar sem starfar undir merkjum UNESCO. Í miðstöðinni sem er sjálfstæð stofnun koma saman fjórir skólar sem hafa fram til þessa verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi: Jafnréttisskólinn, Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Hlutverk Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu verður sem fyrr að styðja við getu þróunarríkja í Afríku, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku á þeim fjórum sviðum sem starfsemin tekur til og auka þar með möguleika þeirra á að ná alþjóðlegum markmiðum sínum í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Skoða nánar –  GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu