Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum
- Leiðrétting vegna fréttaflutnings um meintan trúnaðarbrest forsætisráðuneytison 20/03/2025 at 20:03
Fullyrðingar sem fram komu í fréttum RÚV um að forsætisráðuneytið hafi rofið trúnað með upplýsingagjöf til mennta- og barnamálaráðherra eiga ekki við rök að styðjast.
- Handbók um auðlesið mál komin úton 20/03/2025 at 17:19
Handbók um auðlesið mál er komin út og hægt að nálgast hana endurgjaldslaust á vefnum. Bókin er gefin út á vegum Miðstöðvar um auðlesið mál. Miðstöðin er styrkt af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og fékk Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhent fyrsta eintakið. Með útgáfu handbókarinnar er öllum þeim sem birta efni opinberlega gert kleift að bjóða upp á auðlesna útgáfu.
- Tugmilljarða ávinningur atvinnulífs og neytenda af EES-samningnum og fríverslunarsamningum Íslands vegna niðurfellingu tollaon 20/03/2025 at 14:20
Íslenskir útflytjendur nutu minnst 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grundvelli aðildar Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Ný úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar leiðir þetta í ljós.
- Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025on 20/03/2025 at 13:55
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, Stefaníu Hjördísar Leifsdóttir og Jóhannesar Ríkarðssonar.
- Mælti fyrir frumvarpi um lögfestingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólkson 20/03/2025 at 12:48
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Markmið lögfestingarinnar er að auka réttaráhrif samningsins hér á landi, tryggja að fatlað fólk njóti til fulls allra mannréttinda og koma í veg fyrir mismunun á grundvelli fötlunar. Lengi hefur verið kallað eftir lögfestingunni hér á landi.
- Samkomulag í höfn milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vandaon 19/03/2025 at 15:38
Í dag var undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga; annars vegar um breytta ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og hins vegar um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingarnar eru liður í að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og styrkja fjárhag sveitarfélaga og taka gildi um mitt þetta ár.
- Dómsmálaráðherra fundaði með Frontex um landamærinon 19/03/2025 at 15:02
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra átti fund með Hans Leijtens framkvæmdastjóra Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu. Hann mætti til Reykjavíkur til að eiga samtal við dómsmálaráðherra og starfsfólk Ríkislögreglustjóra.
- Sameining heilsugæslustöðvanna á Dalvík og í Fjallabyggðon 19/03/2025 at 14:45
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur ákveðið að sameina heilsugæslustöð HSN á Dalvík og starfsstöð HSN í Fjallabyggð frá og með 1. september næstkomandi. Markmiðið er að efla mönnun heilbrigðisfagfólks á svæðinu og þjónustu við íbúa.