Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum
- Selma Barðdal Reynisdóttir skipuð skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestraon 13/06/2025 at 16:51
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Selmu Barðdal Reynisdóttur í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.
- Fyrsta útnefning sérstæðra birkiskógaon 13/06/2025 at 15:30
Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilvæga birkiskóga á Íslandi og leifar þeirra. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur samþykkt tíu sérstæða birkiskóga samkvæmt skráningunni, sem sérstakur vinnuhópur hjá Landi og skógi hefur það hlutverk að skilgreina.
- Skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum og þjónusta við þolenduron 13/06/2025 at 15:27
Heilbrigðisráðuneytið undirbýr að hefja skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins og koma á fót móttöku á Landspítala fyrir börn sem beitt hafa verið ofbeldi. Stefnumótunarvinna stendur yfir og unnið er að gerð tilheyrandi fræðsluefnis og leiðbeininga. Einnig er áformað að setja á fót miðstöð fyrir börn sem þolendur ofbeldis og hafa Stjórnendur Minningarsjóðs Bryndísar Klöru lýst vilja til að styðja myndarlega við verkefnið. Horft er til þess að sjóðurinn kaupi eða fjármagni standsetningu á hentugu húsnæði undir slíka miðstöð sem myndi m.a. hýsa geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem sætt hafa ofbeldi.
- Varnarmálaráðherra Tékklands í heimsókn á Íslandion 13/06/2025 at 15:16
Möguleg tækifæri til að efla enn frekar samstarf Íslands og Tékklands á sviði varnarmála voru til umræðu á fundi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Jana Černochová, varnarmálaráðherra Tékklands, sem fram fór í gær á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
- Einföldun rekstrarumhverfis – Starfleyfisskyldu létt af 23 flokkum atvinnurekstrar samkvæmt reglugerðardrögum ráðherra on 13/06/2025 at 12:25
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 830/2022.
- Kynning á þróun raforkukostnaðar og áhrifum á notenduron 13/06/2025 at 12:09
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið boðar til kynningar á skýrslu sem Umhverfis- og orkustofnun hefur unnið um þróun raforkukostnaðar og og tillögur til úrbóta, mánudaginn 16. júní kl. 10.
- Íslenskt frumkvæði að baki norrænu verkefni um þátttöku ungs fólks í matvælakerfumon 13/06/2025 at 11:26
Áhugi ungs fólks á því að starfa innan matvælageirans á Norðurlöndum hefur dregist saman – á sama tíma og þörfin fyrir þátttöku þeirra er brýnni en nokkru sinni fyrr.
- Ísland og Frakkland efla tvíhliða samstarf á sviði varnarmálaon 13/06/2025 at 10:41
Íslensk og frönsk stjórnvöld ætla að efla enn frekar tvíhliða varnarsamstarf ríkjanna, en viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í vikunni.