frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

 • Minningarathöfn um eldsvoðann á Þingvöllum 1970
  on 10/07/2020 at 17:40

  Fimmtíu ár eru í dag liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og kona hans, Sigríður Björnsdóttir, og barnungur dóttursonur þeirra, Benedikt Vilmundarson létust í eldsvoða að Þingvöllum.

 • Nýtt þjóðleikhúsráð skipað
  on 10/07/2020 at 16:31

  Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð til næstu fimm ára.

 • Reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla í samráðsgátt
  on 10/07/2020 at 15:24

  Drög að nýrri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

 • Orkídeu ýtt úr vör
  on 10/07/2020 at 15:17

  Orkídeu, nýju samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi, hefur verið ýtt úr vör með undirskrift fulltrúa allra þeirra sem að verkefninu standa, en það eru Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

 • Töluverð ánægja með þjónustu ríkisstofnana
  on 10/07/2020 at 14:11

  Nýlegar kannanir á þjónustu ríkisstofnana gefa til kynna að á heildina litið sé mikil ánægja með þjónustu þeirra stofnana sem spurt var um og mældist hún yfir meðaltali úr þjónustugrunni Gallups.

 • Forsætisráðherra ávarpaði rafrænan leiðtogafund Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
  on 10/07/2020 at 13:31

  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi stóraukið atvinnuleysi, mikilvægi alþjóðasamstarfs og þess að standa vörð um réttindi launafólks og viðkvæmra hópa á rafrænum leiðtogafundi Alþjóðavinnumálastofnunnar sem fram fór í vikunni.

 • Endurskoðun á lögum um villt dýr í samráðsgátt
  on 10/07/2020 at 13:17

  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Um er að ræða heildarendurskoðun laga þessa efnis.

 • Styrkjum úthlutað til orkuskipta í gistiskálum
  on 10/07/2020 at 13:06

  Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til orkuskipta í gistiskálum, samtals að upphæð 35,2 milljónum króna. Styrkirnir eru fjármagnaðir af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna Covid-19 farsóttarinnar.

EN / IS