frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

 • Úttekt séreignar og fleiri úrræði samþykkt á Alþingi
  on 12/05/2021 at 15:53

  Framhald og rýmkun viðspyrnu- og lokunarstyrkja, útgreiðsla séreignarsparnaðar, sérstakur barnabótaauki og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru voru samþykktar á Alþingi í gær.

 • Menningarsamningur við Akureyrarbæ undirritaður
  on 12/05/2021 at 15:49

  Menningarsamningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Akureyrarbæjar var undirritaður í dag.

 • Mögulegt að auka útflutningsverðmæti sjávarútvegs og fiskeldis verulega
  on 12/05/2021 at 15:15

  Mikil tækifæri eru til vaxtar í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum og mögulegt að auka útflutningsverðmæti þessara atvinnugreina verulega á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um stöður og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. Að gefnum forsendum, sem lýst er nánar í skýrslunni, gæti virði framleiðslu allra þessara greina aukist í um 440 milljarða kr. árið 2025 og í 615 milljarða kr. árið 2030. Virði framleiðslunnar árið 2030 yrði þannig 85% meira en virði framleiðslunnar árið 2019.

 • Ísland ljóstengt hefur bylt forsendum búsetu og atvinnu í sveitum landsins
  on 12/05/2021 at 14:35

  Alls hafa 57 sveitarfélög hlotið styrki til að tengja um 6.200 styrkhæfa staði með ljósleiðara frá því að Ísland ljóstengt hófst árið 2016.

 • Norrænir ráðherrar vilja uppfæra metnað varðandi vernd lífríkis og loftslags
  on 12/05/2021 at 14:34

  Mikilvægt er að taka metnaðarfull skref til að efla vernd lífríkis og loftslags og nýta tækifærin sem til þess gefast á mikilvægum alþjóðlegum ráðstefnum um þau efni sem haldnar verða haustið 2021. Þetta kemur fram í yfirlýsingum sem umhverfisráðherrar Norðurlandanna sendu frá sér eftir fund sinn í dag.

 • Streymisfundur kl 14:00: Staða og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi
  on 12/05/2021 at 13:36

  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, boðar til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Skýrslan inniheldur ítarlega umfjöllun um núverandi stöðu sjávarútvegs- og fiskeldis og áskoranir og tækifæri til framtíðar. Sveinn Agnarsson, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og ritstjóri skýrslunnar, gerir grein fyrir helstu niðurstöðum hennar.

 • Síðustu forvöð að sækja um stuðningslán
  on 12/05/2021 at 12:55

  Smærri rekstraraðilum sem glíma við samdrátt vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hefur staðið til boða að sækja um stuðningslán með ábyrgð ríkissjóðs.

 • Uppbygging og endurnýjun fangelsisins á Litla Hrauni
  on 11/05/2021 at 15:20

  Dómsmálaráðherra lagði fram tillögu um endurnýjun og uppbyggingu fangelsisins á Litla-Hrauni á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin samþykkti að leita leiða til að tryggja fjármögnun aðgerða í fjármálaáætlun 2022-2026. Stefnt er að því að undirbúningur geti hafist nú þegar og framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2023.

EN / IS