frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

 • Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
  on 17/01/2022 at 20:14

  Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi.

 • Ný reglugerð um velferð alifugla
  on 17/01/2022 at 16:00

  Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifugla, en tilgangur hennar er að tryggja velferð og heilbrigði allra alifugla með góðri meðferð, umhirðu og aðbúnaði.

 • Fundu verndandi arfgerð gegn riðuveiki í íslensku sauðfé
  on 17/01/2022 at 12:33

  Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri. Arfgerðin hefur aldrei áður fundist í sauðfé hérlendis þrátt fyrir víðtæka leit. Þessi fundur gefur miklar vonir um að fé með ARR arfgerðina geti fundist víðar á landinu.

 • Úthlutun listamannalauna árið 2022
  on 15/01/2022 at 10:17

  „Á Íslandi starfar átta prósent vinnuafls við skapandi greinar. Starfslaun skipta sköpun, þau efla listsköpun, styðja við frumsköpun og listin endurspeglar tíðarandann hverju sinni. Þessi hækkun er ekki síður mikilvæg vegna þeirra fordæmalausu tíma sem menningarlífið hefur staðið frammi fyrir. Við vitum vel að styrkir til menningarmála skila sér margfalt aftur inn í hagkerfið og ég tel að það sé mikilvægt að við hækkum listamannalaun áfram í skrefum,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra.

 • Unnur Brá og Steinar Ingi aðstoða umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  on 14/01/2022 at 16:09

  Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ráðið Unni Brá Konráðsdóttur, lögfræðing og fv. forseta Alþingis og Steinar Inga Kolbeins, varaformann Sambands ungra Sjálfstæðismanna og fv. blaðamann á Morgunblaðinu, sem aðstoðarmenn sína.

 • Áfram stutt við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs með frestun staðgreiðslu og styrkjum
  on 14/01/2022 at 14:50

  Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta vanda rekstraraðila í veitingaþjónustu, sem hafa orðið fyrir miklum búsifjum í yfirstandandi bylgju heimsfaraldursins.

 • Ríkisstjórnin ræddi stöðu og horfur í faraldrinum
  on 14/01/2022 at 13:30

  Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum í dag um stöðu og horfur í COVID-19 faraldrinum. Markmið stjórnvalda er sem fyrr að standa vörð um líf og heilsu landsmanna en lágmarka efnahagsleg og samfélagsleg áhrif faraldursins.

 • Opnað fyrir umsóknir um styrki til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða
  on 14/01/2022 at 13:25

  Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða í samræmi við byggðaáætlun.

EN / IS