frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

 • Stafrænt Ísland hlýtur alþjóðleg verðlaun
  on 21/02/2024 at 15:00

  Stafrænt Ísland, sem vinnur að því að bæta stafræna opinbera þjónustu í gegnum Ísland.is, hlýtur verðlaun WSA ((World Summit Awards) í ár.

 • Frumvarp til laga um skák í samráð
  on 21/02/2024 at 14:40

  Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs í Samráðgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um skák. Frumvarpið felur í sér nýtt fyrirkomulag um styrki til stórmeistara í skák þar sem horft verður til einstakra verkefna og framgangs. Markmiðið er einnig að styrkja afreksskákfólk og efnilegt skákfólk sem stefnir að alþjóðlegum árangri.

 • Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt
  on 21/02/2024 at 14:32
 • Tobba Marinós ráðin upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins
  on 21/02/2024 at 14:26

  Þorbjörg Marinósdóttir hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Hún hefur störf á næstu dögum.

 • Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt
  on 21/02/2024 at 14:23

  Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 144/2022, V. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2023-2024 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 15. mars.

 • Heilsuapp Norðurlandanna 2024
  on 20/02/2024 at 16:03

  Opið er fyrir umsóknir í samkeppni um Heilsuapp Norðurlandanna árið 2024.

 • Skrifað undir viljayfirlýsingu um orkuskipti og aukið afhendingaröryggi í Vestmannaeyjum
  on 20/02/2024 at 15:55

  Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum. Landsnet, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um aukið afhendingaröryggi og leiðir í átt að fullum orkuskiptum.

 • Staða vinnu vegna aðstoðar við dvalarleyfishafa á Gaza
  on 20/02/2024 at 15:04

  Undanfarið hefur þriggja manna sendinefnd utanríkisráðuneytisins verið að störfum í Egyptalandi til að greiða fyrir för dvalarleyfishafa með fjölskyldusameiningu frá Gaza. Sendinefndin hefur átt í góðu samstarfi við fulltrúa egypskra, ísraelskra og norrænna stjórnvalda á svæðinu.

  Feed has no items.