frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

 • Utanríkisþjónustan áttatíu ára: tímamótum fagnað í skugga heimsfaraldurs
  on 09/04/2020 at 11:49

  Þann 10. apríl verða áttatíu ár liðin frá því að Íslendingar tóku meðferð utanríkismála í eigin hendur og utanríkismáladeild Stjórnarráðsins var gerð að utanríkisráðuneyti.

 • Náin samvinna Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna vegna COVID-19 heldur áfram
  on 08/04/2020 at 17:22

  Á fjarfundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna (NB8) sem fram fór í morgun kom fram skýr vilji til áframhaldandi náins samstarfs þessara ríkja við þær aðstæður sem nú eru uppi.

 • Tillögur að stuðningi ríkisins við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga
  on 08/04/2020 at 17:10

  Vinnuhópur þriggja ráðuneyta um fyrirkomulag ríkisstuðnings við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga leggur til að styrkveitingar ríkisins miði við 20% af kostnaði. Í tilfellum þar sem viðtakar eru viðkvæmir eða hár kostnaður leggst á fámenn sveitarfélög geti hlutfallið orðið allt að 30%.

 • Starfshópur um skráningarkerfi grunnskólanemenda
  on 08/04/2020 at 13:55

  Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa vinnuhóp til að skilgreina þarfir skólasamfélagsins fyrir miðlægt skráningarkerfi grunnskólanemenda.

 • Vegna umræðu um launakjör þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins
  on 08/04/2020 at 12:42

  Vegna umræðu um launakjör þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið eftirfarandi fram: 27. mars sl. birtist á vef ráðuneytisins tilkynning um að Alþingi hefði samþykkt að hækkun sem samkvæmt lögum skyldi taka gildi 1. júlí 2020 yrði frestað til 1. janúar 2021. Um var að ræða breytingartillögu fjármála- og efnahagsráðherra, til efnahags- og viðskiptanefndar við bandorm um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru.

 • Unnið að rafrænni skráningu meðmælendalista vegna forsetakosninga 2020
  on 08/04/2020 at 12:40

  Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu vegna COVID-19 farsóttarinnar, m.a. vegna samkomubanns sem framlengt hefur verið til og með 3. maí nk., vinnur dómsmálaráðuneytið að því að unnt verði að bjóða upp á rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fram fara þann 27. júní 2020.

 • Áhrif þjóðgarða og friðlýstra svæða á byggðaþróun
  on 08/04/2020 at 11:50

  Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið er gerð greining á áhrifum þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða á þróun byggða, m.a. hvaða áhrif verndarsvæði hafi á samfélög í næsta nágrenni slíkra svæða.

 • Heimilt að draga 0,6% frá ofurkældum afla
  on 08/04/2020 at 09:17

  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla. Með breytingunni verður heimilt að draga 0,6% frá óunnum ofurkældum (íslausum) afla sem veginn er á hafnarvog.

EN / IS