Um okkur

Við hjálpum samfélögum og samtökum alls staðar að úr heiminum.

UNESCO Um okkur

Ísland gerðist aðili að UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna – þann 8. júní 1964. Hinn 23. maí 1966 ákvað ríkisstjórnin að stofna íslenska UNESCO-nefnd. Nefndin kom saman til fyrsta fundar hinn 5. október 1966. Í fyrstu nefndinni sátu 15 fulltrúar samtaka og stofnana auk formanns sem skipaður var af menntamálaráðherra. Nefndin starfaði samkvæmt starfsreglum sem menntamálaráðherra setti á grundvelli ákvæða í stofnskrá UNESCO.

Hinn 17. janúar 1990 voru settar nýjar starfsreglur fyrir Íslensku UNESCO-nefndina og nefndarmönnum fækkað í 5. Þær voru endurskoðaðar í október 1997, en þá var ákveðið að skipa nefndina fulltrúa fyrir málefni ungs fólks. Nefndin starfar nú skv. starfsreglum frá 18. febrúar 2003.

Hlutverk Íslensku UNESCO-nefndarinnar er að vera ríkisstjórninni og sendinefnd Íslands á aðalráðstefnu UNESCO til ráðuneytis í málum er varða UNESCO og tengiliður á milli UNESCO og íslenskra mennta-, vísinda- og annarra menningarstofnana. Nefndin annast upplýsingastarfsemi um málefni UNESCO á Íslandi og hefur samvinnu við aðrar íslenskar nefndir sem starfa að málefnum Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra.

Íslenska UNESCO-nefndin

Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Sölvhólsgötu 4
IS-150 Reykjavík
Sími 545 9500
Fax 562 3068
Netfang: aslaug.dora.eyjolfsdottir@mrn.is

EN / IS