Menning

UNESCO Menning

Ísland leggur áherslu á:

– Menningarlega fjölbreytni og varðveislu tungumála heimsins
– Verndun og miðlun menningararfs

 

Vefur UNESCO um menningu.

 

UNESCO leggur áherslu á að engin þróun geti verið sjálfbær án sterkrar menningar og því mikilvægt að Heimsmarkmið SÞ séu höfð að leiðarljósi í stefnumótun á sviði menningarmála. Til að efla og tryggja stöðu menningar hefur UNESCO samþykkt þríþætta nálgun: að vera leiðandi á heimsvísu og tala fyrir áherslu á menningu og þróun, jafnframt því að taka þátt í alþjóðasamfélaginu með þeim hætti að setja skýrar stefnur og lagaramma á sviði menningarmála og vinna um leið markvisst að því að styðja stjórnvöld og hagsmunaaðila til að vernda menningararfleifð heimsins, styrkja skapandi atvinnugreinar og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni.

Einn af hornsteinunum í menningu heimsbyggðarinnar eru tungumálin og sú menningarlega fjölbreytni sem þeim tengist. UNESCO hefur löngum unnið að því að standa vörð um stöðu tungumála heimsins og lagt áherslu á varðveislu og fjölbreytileika þeirra.

Menningarsamningar UNESCO eru vel þekktir á heimsvísu og bjóða upp á einstakan vettvang fyrir alþjóðlegt samstarf. Á grundvelli samninganna hefur orðið til heildrænt kerfi á sviði menningar sem er byggt á mannréttindum og sameiginlegum gildum. Markmiðið með samningunum er að leitast við að vernda og standa vörð um menningar- og náttúruarfleifð heimsins, þar á meðal fornminjar, lifandi hefðir, söfn, munnlegar hefðir, menningarminjar neðansjávar og aðrar tegundir menningararfleifðar. Samningar UNESCO snúa einnig að því að styrkja sköpunarkraft og stuðla að nýsköpun og öflugu starfsumhverfi skapandi greina.

Á heimsminjaskrá UNESCO (​World Cultural and Natural Heritage) eru nú yfir þúsund skráningarliðir, flestir á sviði menningararfleifðar svo á sviði náttúruarfleifðar, og einnig á báðum sviðum.

Á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf heimsins (​Intangible Cultural Heritage) eða lifandi hefðir eru nú 508 skráningarliðir frá 122 löndum.

 

180 borgir í 72 löndum eru í netverki UNESCO Skapandi borgir (​Creative Cities) sem nær yfir sjö svið: bókmenntir, handverk, hönnun, kvikmyndamenningu, matargerð, tónlist og tækni- og listir á sviði nýmiðla.

Auk ofangreindra samninga hefur UNESCO gert ýmsa aðra samninga og samþykkt fjölda tilmæla á sviði menningarmála.