Vísindi og náttúra

UNESCO Vísindi og náttúra

Ísland leggur áherslu á:
– Vernd og aukinn skilning á mikilvægi náttúruarfs
– Aukna þekkingu á mikilvægi jarðvísinda og gildi jarðminja
– Málefni alþjóðlegs vísindasamstarfs um haf og vatn

 

Vefur UNESCO um raunvísindi

Vefur UNESCO um hug- og félagsvísindi

Ísland í framkvæmdastjórn alþjóðahaffræðinefndar UNESCO 2023-2025

 

Þann 28. júní 2023 hlaut Ísland kjör til setu í alþjóðahaffræðinefnd UNESCO (Intergovernmental Oceanographic Commission) fyrir tímabilið 2023—2025. Kosningarnar fóru fram á aðalfundi nefndarinnar í höfuðstöðvum UNESCO í París. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland gegnir þessu hlutverki eftir að hafa gerst aðili að nefndinni árið 1962. Aðildarríki hennar eru 150 talsins og eiga fjörutíu ríki sæti í framkvæmdastjórn hverju sinni.

 

Framboð Íslands var sameiginleg ákvörðun UTN og MAR í samráði við UAR og er fulltrúi Íslands í framkvæmdastjórn Dr. Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri frá Hafrannsóknarstofnun, sem leiddi sendinefnd Íslands á aðalfundinum. Einnig áttu þar sæti forstjóri Veðurstofunnar og fulltrúar fastanefndar Íslands gagnvart UNESCO.

 

Starfsemi IOC byggir á alþjóðasamstarfi á sviði hafvísinda í því augnamiði að byggja upp þekkingu til hagsbóta fyrir stjórnun og eftirlit á ástandi hafs, stranda og auðlinda hafsins. Á vettvangi nefndarinnar er því unnið grundvallarstarf á hafsviðinu sem snertir mikilvæga hagsmuni Íslands, m.a. efling rannsókna og nýsköpunar með áherslu á stuðning við framfylgd heimsmarkmiðs 14 um hafið og að ákvarðanir þar að lútandi séu teknar á vísindalegum grunni. Eitt af hlutverkum nefndarinnar er að fjalla um og móta stefnu um hvernig taka skuli á stórum áskorunum tengdum m.a. loftslagsbreytingum, súrnun sjávar, líffræðilegri fjölbreytni í hafi, mengun sjávar, plastmengun í hafi og sjávarumhverfisvernd.

 

Þess má geta að IOC er meðal annars í forystu fyrir Áratug hafsins („Ocean Decade“) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 2021-2030, sem hefur það markmið að skapa ramma fyrir aðildarríki og hagsmunaaðila til að efla vísindasamstarf í allra þágu og aðstoða þau við að framfylgja heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun.

 

Samhliða setu Íslands í framkvæmdastjórn er miðað við vinna áætlun á næstu misserum um eflingu á starfsemi Íslands á vettvangi IOC, m.a. með þátttöku í Áratug hafsins.

 

Vefur UNESCO um alþjóðahaffræðinefndina

Starf UNESCO við verndun náttúru og náttúruarfs byggir að mestu á þremur gerðum svæðisbundinna tilnefninga sem aðildarríki geta sóst eftir að fá fyrir ákveðin svæði, auk samstarfs þar að lútandi. Eru það kerfi á heimsvísu sem kallast Heimsminjaskrá (​World Heritage ​ ), Jarðvangar (​Geoparks ​ ) og Maður og lífheimur (​Man and Biosphere).

 

Ferill skráningar á þessa lista er mjög mismunandi og réttaráhrif ólík. Skráning á heimsminjaskrá er til að mynda mjög umfangsmikill ferill og er viðmiðið að einungis eitt sambærilegt fyrirbæri í heiminum nái inn á skrána. Með þessu vinnur UNESCO að vernd náttúru á svæðum sem talin eru einstök fyrir mannkyn og eru margar þekktustu náttúruminjar heims á skránni. Þessi kerfi á sviði náttúruverndar tengjast síðan samstarfsáætlunum um vísindi.

 

Aðild Íslands að UNESCO samningnum gegn misnotkun lyfja í íþróttum var staðfest í byrjun árs 2006. Alþjóðasamningur UNESCO gegn misnotkun lyfja í íþróttum tók gildi 1. febrúar 2007. Markmið með samningnum er að stuðla að forvörnum og vinna gegn misnotkun lyfja í íþróttum með það leiðarljósi að uppræta hana. Í samningnum er að finna að mestu leyti sambærilegar skuldbindingar og í Evrópusamningi Evrópuráðsins gegn misnotkun lyfja í íþróttum.

 

Í UNESCO samningnum eru ákvæði sem styðja alþjóðalyfjaeftirlitssamning Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (World Anti Doping Agency-WADA) og skuldbinda stjórnvöld aðildarþjóða til að vinna í samræmi við samninginn undir forystu WADA. Samningurinn stuðlar þannig að því að samræma alþjóðlegar lyfjaeftirlitsreglur, stefnu og starf til að skapa heiðarlegar og sanngjarnar keppnisaðstæður fyrir allt íþróttafólk.

UNESCO gegnir mikilvægu hlutverki á sviði alþjóðlegar samvinnu um málefni náttúrunnar, bæði vísinda og verndar. Hefur stofnunin einkum beitt sér á tvennan hátt, þ.e. á sviði náttúruverndar með sérstakri áherslu á náttúruarf í samspili manns og náttúru, og á vettvangi vísinda með áherslu á aukinn skilning á ferlum og virkni náttúrunnar með ýmsu alþjóðlegu vísindasamstarfi.

 

Náttúruvísindastarf á vegum UNESCO varðar marga þætti svo sem haf, vatn, jörð og líffræðilegan fjölbreytileika. Stofnunin starfrækir nokkrar samstarfsáætlanir um náttúruvísindi þar sem unnið er að sameiginlegum verkefnum á viðkomandi málefnasviði. Þær helstu eru eftirfarandi:

Jafnframt starfrækir UNESCO Alþjóðahaffræðinefndina (​Intergovernmental Oceanographic Commission, IOC), en á vettvangi hennar er unnið að ýmsum viðfangsefnum sem lúta að aukinni þekkingu á málefnum hafsins og alþjóðlegu samstarfi á því sviði.

Starf UNESCO við verndun náttúru og náttúruarfs byggir að mestu á þremur gerðum svæðisbundinna tilnefninga sem aðildarríki geta sóst eftir að fá fyrir ákveðin svæði, auk samstarfs þar að lútandi. Eru það kerfi á heimsvísu sem kallast Heimsminjaskrá (​World Heritage ​ ), Jarðvangar (​Geoparks ​ ) og Maður og lífheimur (​Man and Biosphere).

 

Ferill skráningar á þessa lista er mjög mismunandi og réttaráhrif ólík. Skráning á heimsminjaskrá er til að mynda mjög umfangsmikill ferill og er viðmiðið að einungis eitt sambærilegt fyrirbæri í heiminum nái inn á skrána. Með þessu vinnur UNESCO að vernd náttúru á svæðum sem talin eru einstök fyrir mannkyn og eru margar þekktustu náttúruminjar heims á skránni. Þessi kerfi á sviði náttúruverndar tengjast síðan samstarfsáætlunum um vísindi.

 

Aðild Íslands að UNESCO samningnum gegn misnotkun lyfja í íþróttum var staðfest í byrjun árs 2006. Alþjóðasamningur UNESCO gegn misnotkun lyfja í íþróttum tók gildi 1. febrúar 2007. Markmið með samningnum er að stuðla að forvörnum og vinna gegn misnotkun lyfja í íþróttum með það leiðarljósi að uppræta hana. Í samningnum er að finna að mestu leyti sambærilegar skuldbindingar og í Evrópusamningi Evrópuráðsins gegn misnotkun lyfja í íþróttum.

 

Í UNESCO samningnum eru ákvæði sem styðja alþjóðalyfjaeftirlitssamning Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (World Anti Doping Agency-WADA) og skuldbinda stjórnvöld aðildarþjóða til að vinna í samræmi við samninginn undir forystu WADA. Samningurinn stuðlar þannig að því að samræma alþjóðlegar lyfjaeftirlitsreglur, stefnu og starf til að skapa heiðarlegar og sanngjarnar keppnisaðstæður fyrir allt íþróttafólk.