Menntun

UNESCO Menntun

Menntun

Ísland leggur áherslu á:

– Að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun

– Framkvæmd Heimsmarkmiðs 4 um menntun, og forystu UNESCO á því sviði

 

Vefur UNESCO um menntun

Stefna UNESCO á sviði menntunar markast af því að menntun allra sé lykilþáttur í þeirri viðleitni að efla frið í heiminum, útrýma fátækt og stuðla að sjálfbærri þróun. UNESCO er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur það umboð að vinna að öllum þáttum menntunar og hún ber þannig ábyrgð á framkvæmd Heimsmarkmiðs 4, menntun fyrir alla, sem snýst um að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Stofnunin hefur verið í forystuhlutverki í menntamálum bæði á alþjóðavísu og svæðisbundið, ekki síst fyrir tilstuðlan frumkvæðis og samvinnu aðildarríkja stofnunarinnar við gerð alþjóðasamninga á sviði menntunar. UNESCO styrkir menntakerfi um heim allan og tekur forystu í því að finna lausnir á alþjóðlegum áskorunum á sviði menntamála með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi.

Á menntasviði UNESCO eru eftirtaldar stofnanir:

UNESCO International Bureau of Education (IBE)

UNESCO International Institute for Educational Planning (IIEP)

UNESCO Institute for Lifelong Learning (UIL)

UNESCO Institute for Information Technologies in Education (IITE)

UNESCO International Institute for Capacity-Building in Africa (IICBA)

UNESCO International Institute for Higher Education in Latin America and the Caribbean (IESALC)

Mahatma Gandhi Institute of Education for Peace and Sustainable Development (MGIEP)

UNESCO starfrækir einnig 19 samstarfsáætlanir á sviði menntunar, m.a. um menntun og jafnrétti, læsi, heilbrigði og velferð, upplýsingatækni og menntun, stefnumótun á sviði menntunar, menntun til sjálfbærni og heimsborgaravitundar og menntun og færni á sviði tækni- og starfsmenntunar, svo nokkrar þeirra séu nefndar.

UNESCO hefur sett á fót þrjú samstarfsnet á sviði menntunar og er net UNESCO-skóla (Associated Schools Network) hið umfangsmesta þeirra en í því eru alls 11.500 skólar í 182 löndum, þ.m.t. nokkrir skólar á Íslandi.

Á vegum UNESCO starfar öflugt samstarfsnet háskóla um allan heim (UNITWIN network) og einnig hefur 731 háskólaprófessor um heim allan hlotið UNESCO-viðurkenningu (UNESCO Chairs).

UNESCO veitir árlega nokkur verðlaun af ýmsum toga á sviði menntunar og rekur einnig 18 sérhæfð verkefni á sviði menntunar, t.d. Malala-menntasjóðinn til styrktar stúlkum.

Menntun innflytjenda og flóttamanna er eitt af forgangsatriðum UNESCO en önnur slík eru m.a. lýðræðismenntun og heimsborgaravitund (e. global citizenship) og læsi í víðum skilningi. CapED-menntasjóðurinn var stofnsettur árið 2003 og var Ísland meðal stofnaðila hans. Sjóðurinn hefur styrkt verkefni í 40 löndum með áherslu á þróunarlönd og lönd í viðkvæmri stöðu. Sjóðurinn vinnur samkvæmt Heimsmarkmiði 4 um menntun og er sérstök áhersla lögð á jafnrétti og að efla menntun stúlkna og kvenna.

UNESCO tengist einnig 11 menntamiðstöðvum (Category 2 Centres) víða um heim. Af þeim má t.d. nefna alþjóðamiðstöð í Burkina Faso fyrir menntun stúlkna og kvenna í Afríku.

Auk ofangreindra samninga hefur UNESCO gert fjölda svæðisbundinna samninga um viðurkenningu á menntun og hæfi á æðra skólastigi og samþykkt fjölda tilmæla á sviði menntunar. Sjá hér.

UNESCO á Íslandi Menntun, vísindi og menning

    Feed has no items.