frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

  • Hagræðingarhópur skilar tillögum til ríkisstjórnar
    on 04/03/2025 at 15:24

    Starfshópur um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði í dag tillögum sínum til ríkisstjórnar og voru þær kynntar á fjölmiðlafundi í forsætisráðuneytinu síðdegis.

  • Umsóknarfrestur í Framkvæmdasjóð aldraðra framlengdur til 10. mars
    on 04/03/2025 at 14:33

    Frestur til að sækja um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2025 hefur verið framlengdur til mánudagsins 10. mars. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.

  • Alþjóðleg réttaraðstoð gerð einfaldari og skjótvirkari
    on 04/03/2025 at 13:30

    Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum til framlagningar á Alþingi.

  • Samráðsgátt: Frumvarp sem ætlað er að bæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega
    on 03/03/2025 at 21:37

    Drög að frumvarpi sem ætlað er að bæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt, auk þess að binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt.

  • Vegna loka samnings við Janus endurhæfingu 1. júní næstkomandi
    on 03/03/2025 at 15:46

    Vegna yfirlýsingar Janusar endurhæfingar í dag varðandi samning við VIRK Starfsendurhæfingarsjóð og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins vilja VIRK og ráðuneytið taka fram að þjónusta við þá einstaklinga sem verið hafa í endurhæfingu hjá Janusi samkvæmt samningnum verður áfram tryggð og munu VIRK, heilbrigðisráðuneytið og stofnanir þess vinna að leiðum til að tryggja það á næstu mánuðum. VIRK hefur í dag sent þjónustuþegum samningsins upplýsingar í gegnum „mínar síður“ um að þeim verði tryggð viðeigandi þónusta eftir að samningnum við Janus lýkur 1. júní næstkomandi.

  • CO2.is vefur íslenskra stjórnvalda hlýtur gullverðlaun FÍT
    on 03/03/2025 at 14:57

    CO2.is upplýsingavefur stjórnvalda um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hlaut á föstudag gullverðlaun FÍT í flokki vefhönnunar.

  • Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini
    on 03/03/2025 at 08:19

    Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er nú að hefjast og hópur landsmanna mun á næstu dögum fá boð um að taka þátt í skimun. Til að byrja með verður um 200 manns boðin þátttaka í prufuhópi en almennar skimanir munu hefjast um leið og prófunum lýkur.

  • Ríkisstjórnin fundaði með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum
    on 28/02/2025 at 19:20

    Ríkisstjórnarfundur var haldinn í Reykjanesbæ í dag. Ríkisstjórnin fundaði einnig með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum og heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

    Feed has no items.