frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

  • Fyrsti íslenski sendiherrann með aðsetur á Spáni
    on 12/09/2025 at 15:07

    Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhenti í dag Felipe VI Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Spáni. Hann er jafnframt fyrsti íslenski sendiherrann sem hefur aðsetur í Madrid höfuðborg Spánar og þjónar umdæminu þaðan.

  • Leiðbeiningar gefnar út um opinbera grunnþjónustu
    on 12/09/2025 at 14:01

    Ráðuneytið hefur í samvinnu við Byggðastofnun gefið út leiðbeiningar um opinbera þjónustu og jöfnun aðgengis.

  • Áformað að afnema áminningarskyldu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins
    on 12/09/2025 at 13:56

    Áform um breytingar á starfsmannalögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar, annars vegar, og lausnar um stundarsakir, hins vegar. Jafnframt eru áform um breytingar á ákvæðum starfsmannalaga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa.

  • Breytingar á uppgjörsreglum virðisaukaskatts o.fl. til skoðunar
    on 12/09/2025 at 13:44

    Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda upplýsingar og drög að breytingatillögum á reglum um uppgjör virðisaukaskatts o.fl. Miðað er við að breytingarnar geti tekið gildi 1. janúar 2027.

  • Áformaskjal um kvikmyndaendurgreiðslur í samráðsgátt
    on 12/09/2025 at 13:23

    Að óbreyttu fellur endurgreiðslukerfið niður um næstu áramót.

  • Leiðin framundan í loftslagsmálum
    on 12/09/2025 at 13:13

    Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti í dag forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og nýtt landsákvarðað framlag Íslands samkvæmt Parísarsamningnum (NDC), þar sem sett eru metnaðarfull, framkvæmanleg og skýr markmið í loftslagsmálum til 2035.

  • Samráðshópur þingmanna skilar skýrslu um megináherslur í varnarmálum
    on 12/09/2025 at 12:59

    Samráðshópur þingmanna hefur skilað utanríkisráðherra skýrslu þar sem fram koma megináherslur sem lagt er til að verði grunnur að stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum.

  • Styrkja Bergið-headspace um 20 milljónir króna
    on 12/09/2025 at 10:42

    Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra og Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins-headspace undirrituðu í dag styrktarsamning sem kveður á um 20 milljóna króna fjárframlag ráðuneytanna til að styðja við starfsemi Bergsins. Hvort ráðuneyti um sig leggur til 10 milljónir króna. Samningurinn gildir til loka þessa árs.

    Feed has no items.