frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

  • Snjalltæki í grunnskólum – frumvarp til umsagnar
    on 03/10/2025 at 14:41

    Frumvarp um breytingu á lögum um grunnskóla hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

  • Stefna ríkisins í mannauðsmálum gefin út í fyrsta sinn
    on 03/10/2025 at 14:20

    „Mannauður í lykilhlutverki“ er yfirskrift stefnu ríkisins í mannauðsmálum, sem gefin var út í dag. Stefnan er sú fyrsta sinnar tegundar hjá ríkinu og í henni eru sett fram fimm markmið og áherslur sem er ætlað styðja við stefnumiðaða og aðlögunarhæfa mannauðsstjórnun og skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi þar sem hæfni starfsfólks fær notið sín til fulls.

  • Auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála
    on 03/10/2025 at 14:14

    Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála. Ráðuneytið veitir slíka styrki til eins árs í senn. Áhersla verður lögð á verkefni og viðburði sem snúa að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og munu þau verkefni njóta forgangs.

  • Nýr leikskóli opnaður og heilsugæsla endurnýjuð í Síerra Leóne með stuðningi Íslands
    on 03/10/2025 at 10:09

    Nýr leikskóli sem opnaður var í vikunni í sjávarþorpinu Konacrydee í Síerra Leóne markar tímamót í lífi íbúa á svæðinu. Leikskólinn er liður í stærra samstarfsverkefni Íslands, stjórnvalda í Síerra Leóne og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).

  • Nýtt lotunám fyrir innflytjendur strax við komu
    on 03/10/2025 at 06:37

    Nýtt lotunám er hafið við fjölbrautarskólann í Ármúla fyrir innflytjendur sem eru nýkomnir til landsins. Megináherslan er á íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag. „Með þessu viljum við hefja strax undirbúning fyrir inngöngu í íslenska skólakerfið sem getur reynst krefjandi á þessum aldri,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.

  • Auglýst eftir umsóknum um styrki úr afrekssjóði í skák
    on 02/10/2025 at 17:08

    Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afrekssjóði í skák. Styrkjunum er ætlað að styrkja afreksskákfólk og efnilegt skákfólk sem stefnir að alþjóðlegum árangri og bæta árangur keppnisfólks í skák.

  • Aukinn stuðningur við móttöku og menntun barna af erlendum uppruna
    on 02/10/2025 at 15:08

    Í dag opnaði mennta- og barnamálaráðherra nýjan vef MEMM. Þar er að finna safn af gagnlegum verkfærum til stuðnings við skóla- og frístundastarf þegar kemur að menntun, móttöku og vinnu með fjölbreytta menningu og tungumál.

  • Stafræn heilsa: Ný miðlæg eining til að efla nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
    on 02/10/2025 at 13:01

    Alma D. Möller heilbrigðisráðherra kynnti í gær, á fyrstu nýsköpunarráðstefnu heilbrigðisráðuneytisins og ráðuneytis nýsköpunarmála, ákvörðun um að sett verði á fót ný miðlæg þróunar- og þjónustumiðstöð fyrir allt heilbrigðiskerfið undir heitinu Stafræn heilsa. Hlutverk hennar verður að samhæfa öll stafræn verkefni, styðja við nýsköpun, þar með aðkomu einkaaðila og tryggja yfirsýn. Samhliða verður ráðist í styrkingu stjórnkerfis og stýringar stafrænnar heilbrigðisþjónustu.

    Feed has no items.