frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

  • Ólgutímar á alþjóðavettvangi og samkeppnishæfni í brennidepli á fundi EES-ráðsins
    on 26/11/2024 at 18:52

    Ólgutímar á alþjóðavettvangi og samkeppnishæfni voru meðal helstu umræðuefna á fundi EES-ráðsins og fundi með þingmannanefnd EFTA og ráðgjafarnefnd EFTA í gær.

  • GAGNVIST 2024: Gagnastefna Íslands og þróun íslenska gagnavistkerfisins
    on 26/11/2024 at 15:52

    Miðvikudaginn 27. nóvember stendur Hagstofa Íslands, í samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar, fyrir ráðstefnunni GAGNVIST 2024 sem varpar ljósi á þróun íslenska gagnavistkerfisins.

  • Blönduhlíð – Nýtt meðferðarheimili fyrir ungmenni opnað í Mosfellsbæ
    on 26/11/2024 at 14:29

    Í dag opnaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, meðferðarheimilið Blönduhlíð, sem staðsett er í Farsældartúni í Mosfellsbæ. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni á aldrinum 13–18 ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda og verður rekið af Barna- og fjölskyldustofu.

  • Orkumál fengið aukið vægi í tíð núverandi ríkisstjórnar
    on 26/11/2024 at 13:57

    Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur afhent Alþingi skýrslu um raforkumálefni. Skýrslunni er ætlað að veita Alþingi upplýsingar um ástand og þróun raforkumála í ljósi mikilvægis raforku fyrir alla starfsemi í landinu.

  • Skýrsla um mönnunarviðmið í hjúkrun
    on 26/11/2024 at 12:47

    Mönnunarviðmið í hjúkrun á bráðalegudeildum sjúkrahúsa skulu byggja á gagnreyndri þekkingu og skýru kerfisbundnu verklagi sem er samræmt milli stofnana. Þau þurfa að byggja á umfangi og gæðum þjónustunnar, starfsumhverfinu og hæfni og þekkingu starfsfólks og veita sveigjanleika sem nauðsynlegur er í daglegum rekstri. Ábyrgð og vald stjórnenda við ákvörðun mönnunarviðmiða þarf að vera skýrt. Þetta er meginniðurstaða vinnuhóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að leggja fram mönnunarviðmið í hjúkrun á bráðalegudeildum Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítala. Formaður vinnuhópsins var Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir.

  • Meira og betra verknám með stækkun FB
    on 26/11/2024 at 11:55

    Framkvæmdir eru að hefjast á 2.654 fermetra verknámsaðstöðu fyrir húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB). Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri, skólameistari, formaður nemendaráðs og framkvæmdaraðili tóku fyrstu skóflustungur við hátíðlega athöfn með nemendum og starfsfólki í dag.

  • Vottorð og vottorðavottorð
    on 26/11/2024 at 11:55

    Útgáfa vottorða í heilbrigðiskerfinu hleypur á hundruðum þúsunda á ári. Síðastliðið ár gáfu heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu og Landspítali út tæplega 190.000 vottorð. Flest eru gefin út að beiðni opinberra stofnana til að tryggja réttindi einstaklinga í tengslum við ýmsa þjónustu. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem fjallaði um leiðir til að einfalda vottorðakerfið: „Markmiðið er að nýta betur tíma heilbrigðisstarfsfólks, minnka álag, auka skilvirkni og bæta þjónustu við almenning“ segir ráðherra.

  • Þróunarverkefnið „Gott að eldast“ hefst í Dalvíkurbyggð
    on 26/11/2024 at 11:43

    Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), Dalvíkurbyggð og hjúkrunarheimilið Dalbær á Dalvík hafa undirritað samning um rekstur samhæfðrar þjónustu eldri borgara í sveitarfélaginu. Samningurinn er byggður á aðgerðaáætlun stjórnvalda, "Gott að eldast", sem samþykkt var á Alþingi þann 10. maí 2023.

    Feed has no items.