frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

  • Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu
    on 16/11/2025 at 14:03

    Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár.

  • Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
    on 15/11/2025 at 09:35

    Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa raflínunefnd vegna framkvæmdar sem fengið hefur vinnuheitið Holtavörðuheiðarlína 1. Nefndin er skipuð í samræmi við ákvæði í skipulagslögum frá árinu 2023 en samkvæmt því er ráðherra heimilt að skipa sérstaka raflínunefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og afgreiða raflínuskipulag fyrir framkvæmd í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og afgreiða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir henni. Ráðherra er þetta heimilt að undangenginni beiðni frá aðila sem ber ábyrgð á framkvæmd í flutningskerfi raforku eða ef sveitarfélag leggur fram beiðni þess efnis.

  • Talsmenn fatlaðs fólks tilnefndir á Alþingi
    on 14/11/2025 at 16:05

    Þingflokkar á Alþingi hafa nú í fyrsta sinn tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks. Hlutverk talsmannanna er að gæta hagsmuna fatlaðs fólks á þinginu og tryggja farveg fyrir sjónarmið fatlaðra. Skipan talsmannanna er hluti af Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem Alþingi samþykkti í fyrra – og þáttur í innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland lögfesti nú í vikunni. Talsmennirnir fengu í dag fræðslu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólk og kynntust reynsluheimi þeirra.

  • Sex verkefni á sviði jafnréttismála hljóta styrk
    on 14/11/2025 at 15:19

    Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að úthluta styrkjum til sex verkefna á sviði jafnréttismála en heildarfjárhæð styrkjanna er níu milljónir króna.

  • Fátækt algengari meðal fólks af erlendum uppruna
    on 14/11/2025 at 14:54

    Fátækt er talsvert algengari og dýpri meðal fólks af erlendum uppruna en hjá fólki með íslenskan bakgrunn. Á árinu 2023 voru tæp tuttugu prósent innflytjenda undir lágtekjumörkum miðað við tæp átta prósent þeirra sem voru með íslenskan bakgrunn og hefur sá munur farið vaxandi á undanförnum árum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðherra og er hluti rannsóknaverkefnis sem hófst árið 2022 um fátækt og áætlaðan samfélagslegan kostnað.

  • Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir voðaverk í Súdan
    on 14/11/2025 at 14:45

    Ísland, sem á sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, var meðflutningsaðili ályktunar sem samþykkt var á sérstökum aukafundi ráðsins í dag um alvarlega stöðu mannréttinda í El Fasher og nágrenni í Súdan.

  • Drög að atvinnustefnu birt í samráðsgátt stjórnvalda
    on 14/11/2025 at 13:54

    Forsætisráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að atvinnustefnu í samráðsgátt stjórnvalda, ásamt stöðugreiningu um þróun efnahags- og atvinnulífs 2010-2024 þar sem dregin eru fram lykilviðfangsefni og áskoranir.

  • Geðheilsuteymi fangelsa fært til Landspítala
    on 14/11/2025 at 13:38

    Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að geðheilsuteymi fangelsa verði fært frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) til Landspítala (LSH). Ákvörðunin byggir á sameiginlegri greiningu stjórnenda og fagfólks HH og LSH sem telja rík fagleg rök mæla með tilfærslunni. Þar vegi þungt samlegðaráhrif við þjónustu Réttar- og öryggisgeðdeildar spítalans og einfaldari þjónustuferlar fyrir fanga. Þessi breyting fellur að markmiðum um að efla aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu við viðkvæma hópa og tryggja samfellda, samþætta og faglega þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Undirbúningur að yfirfærslunni hefst strax og er gert ráð fyrir að geðheilsuteymi fangelsa verði að fullu tekið til starfa á Landspítala 1. maí á næsta ári.

    Feed has no items.