frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

  • Fjárfestingastuðningur í kornrækt 2025
    on 15/04/2025 at 15:18

    Atvinnuvegaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í kornrækt. Stuðningur er veittur til fjárfestinga í kornþurrkunarstöðvum vegna nýframkvæmda, stækkunar og endurbóta á stöðvum sem þegar eru í rekstri. Einnig fyrir sérhæfðar korngeymslur og sérhæfð flutningatæki fyrir korn. Með umsókn þarf að fylgja:

  • Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt og nautgriparækt.
    on 15/04/2025 at 15:11

    Atvinnuvegaráðuneytið hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í nautgriparækt og sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2025.

  • Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar
    on 14/04/2025 at 14:01

    Dómsmálaráðuneytið óskar nú eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2025. Viðurkenningin er veitt einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum eða samtökum sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði kynjajafnréttis.

  • Dómsmálaráðherra ætlar að samræma reglur um dvalarleyfi við nágrannaríki
    on 14/04/2025 at 13:02

    Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, m.a. með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar.  Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. 

  • Vel heppnað námskeið um öryggis- og varnarmál
    on 13/04/2025 at 11:00

    Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins stendur fyrir reglubundnum námskeiðum um öryggis- og varnarmál, í samstarfi við skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu, tvisvar á ári. Fyrra námskeiði ársins lauk á föstudaginn.

  • Ný stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga
    on 11/04/2025 at 16:20

    Á fundi ríkisstjórnar 18. mars sl. var samþykkt tillaga forsætisráðherra um að styðja sérstaklega við tekju- og eignaminni heimili Grindvíkinga tímabundið til áramóta á meðan leitað yrði varanlegri lausna á húsnæðisvanda þeirra. Þá var jafnframt samþykkt tillaga um að styðja við atvinnulíf í bænum gegnum Sóknaráætlun Suðurnesja með sérstöku framlagi ríkisins. Útfærsla viðbótarhúsnæðisstuðnings vegna leiguhúsnæðis liggur nú fyrir og vinna við úrræði fyrir atvinnulíf komin vel á veg.

  • Nemendum Kvikmyndaskóla Íslands boðið nám hjá Tækniskólanum
    on 11/04/2025 at 16:10

    Mennta- og barnamálaráðuneytið (MRN) hefur farið þess á leit við Tækniskólann að nemendur Kvikmyndaskóla Íslands fái boð um að innritast í skólann og ljúka námi sínu frá Tækniskólanum. Nemendur yrðu hluti af Tækniakademíu skólans, þar sem nám á fjórða hæfniþrepi fer fram en þar eru fyrir námsbrautirnar stafræn hönnun og vefþróun auk iðnmeistaranáms. Þeir nemendur sem þiggja boð um áframhaldandi nám í Tækniskólanum munu njóta stuðnings náms- og starfsráðgjafa og stjórnenda skólans við yfirfærsluna og öll stoðþjónusta skólans stendur nemendum til boða. Með þessum aðgerðum er verið að koma til móts við þá nemendur, sem ella hefðu ekki kost á að ljúka námi sínu frá Kvikmyndaskóla Íslands, með það að markmiði að mennta þau til brautskráningar í sínu fagi.

  • Upplýsingar um áhrif loftslagsbreytinga aðgengilegar á Loftslagsatlas Íslands
    on 11/04/2025 at 15:48

    Nýr vefur Veðurstofu Íslands, Loftslagsatlas Íslands, er nú aðgengilegur. Vefurinn veitir innsýn inn í hvernig loftslag á Íslandi getur þróast og breyst til aldamóta og gerir aðgengilegar upplýsingar um þróun loftslagsbreytinga og þýðingu þeirra fyrir nærumhverfi og lífsskilyrði fólks.

    Feed has no items.