frettir

Fréttir frá öllum ráðuneytum Fréttir frá öllum ráðuneytum

  • Grænbók um byggðamál í samráðsgátt
    on 30/01/2026 at 14:28

    Grænbók með stöðumati um byggðamál hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

  • Stefnumótun ríkisstofnana nú aðgengileg almenningi
    on 30/01/2026 at 13:24

    Í fyrsta sinn hafa stefnur ríkisstofnana til þriggja ára verið birtar opinberlega. Með þessu er gagnsæi í ríkisrekstri aukið og eftirfylgni með árangri styrkt í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar í gildandi fjármálaáætlun.

  • Varað við svikapóstum í nafni dómsmálaráðuneytis og lögreglu
    on 30/01/2026 at 13:22

    Embætti ríkislögreglustjóra hafa borist tilkynningar um tölvupóst þar sem lögreglan og dómsmálaráðuneytið eru ranglega titluð sem sendandi og skilaboðin sögð varða dómsmál.

  • Húsfyllir á fundi um áfallaþol Íslands í breyttum heimi
    on 30/01/2026 at 11:52

    Opinn fundur um áfallaþol Íslands í nýrri heimsmynd fór fram í Norræna húsinu í gær. Fundurinn var haldinn á vegum Varðbergs, í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra setti fundinn og fjallaði í opnunarávarpi sínu um breytta heimsmynd, aukna óvissu í öryggisumhverfi Evrópu og mikilvægi þess að Ísland efli seiglu samfélagsins.

  • Óskað eftir tilefningum til landbúnaðarverðlauna 2026
    on 30/01/2026 at 08:18

    Óskað er eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna atvinnuvegaráðuneytisins sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra veitir í tengslum við Búnaðarþing.

  • Gjaldabreytingar um áramótin skýra innan við helming af hækkun verðbólgu
    on 29/01/2026 at 16:35

    Hagstofa Íslands birti vísitölu neysluverðs í morgun og hækkaði vísitalan um 0,38% á milli mánaða. Verðbólga mælist 0,7 prósentustigum hærri í janúar en desember.

  • Reimar Pétursson og Matthías G. Pálsson skipaðir í embætti við Endurupptökudóm
    on 29/01/2026 at 14:43

    Dómsmálaráðherra hefur skipað Reimar Snæfells Pétursson í embætti dómanda við Endurupptökudóm og mun hann gegna embættinu sem aukastarfi samhliða lögmennsku. Dómsmálaráðherra hefur jafnframt skipað Matthías G. Pálsson sem varadómanda við Endurupptökudóm.

  • Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2025
    on 29/01/2026 at 14:01

    Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2025.

    Feed has no items.