23/02/2021by Gummi

Framboð Íslands til framkvæmdastjórnar UNESCO

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í febrúar 2018 að sækjast eftir setu í framkvæmdastjórn UNESCO fyrir tímabilið 2021-2025. Framboðið nýtur stuðnings Norðurlandanna og í júní 2018 var tilkynnt formlega um framboð Íslands til aðildarríkja UNESCO. Samkeppni er oftast um sætin í framkvæmdastjórninni og hefur framboðinu verið fylgt eftir af fullum þunga.

Á þessu ári verður kosið á aðalráðstefnu UNESCO í nóvember nk. um það hvort Ísland fær sæti í framkvæmdastjórn UNESCO og tekur þá við af Finnlandi sem fulltrúi Norðurlandanna í framkvæmdastjórninni.

Nýlega var opnaður kosningavefur á ensku þar sem fram koma málefnaáherslur í framboði Íslands á sviði UNESCO.

Skoða nánar.