Menntun

UNESCO menntun

Menntun er eitt helsta athafnasvið UNESCO. Stofnunin hefur unnið að því að bæta menntun um allan heim allt frá upphafi árið 1945. UNESCO lítur svo á að menntun sé lykillinn að félagslegri og efnahagslegri þróun. Áætlunin Menntun fyrir alla (EFA – Education for All) er höfuðáhersla stofnunarinnar. Í menntamálum kemur stofnunin fram sem leiðandi aðili, sem milligönguaðili og sem hugmyndasmiðja, bæði gagnvart alþjóðasamfélaginu og einstökum löndum.

Auk EFA-áætlunarinnar vinnur stofnunin að þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, áratug Sþ tileinkuðum læsi og skrift (2003-2012), áratug Sþ helguðum fræðslu um sjálfbæra þróun (2005-2014) og EDUCAIDS-áætluninni um menntun og alnæmi.

Vef UNESCO um menntun er að finna hér.