16/12/2019by Gummi

Ísland og UNESCO gera samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu

Director General of UNESCO Audrey Azoulay and Minister for Foreign Affairs of Iceland Guðlaugur Þór Þórðarson today signed an agreement establishing the International Center for Capacity Development, Sustainable Use of Natural Resources and Societal Change, as a Category 2 Center under the auspices of UNESCO.

GRÓ – the Center for Capacity Development – focuses on areas where Iceland has valuable expertise, i.e. geothermal energy, gender equality, fisheries and land restoration. The center is the first multidisciplinary Category 2 Center in UNESCO’s network, bringing together these four areas of expertise and training.

The goal of the center is to enhance the capacities of developing countries in Africa, Asia and Latin America and the Caribbean in the four fields, strengthening their abilities to attain international and national targets set with respect to the Sustainable Development Goals, and linking them to UNESCO´s mandate and its global priorities, Africa and Gender Equality.

“We are excited about the potential of our strengthened partnership with UNESCO and look forward to the cooperation. We are proud to be able to continue to share our knowledge and experience in these important areas, which align well with UNESCO’s priorities,” said Minister Guðlaugur Þór Þórðarson,

The Director General expressed her appreciation for the establishment of this first multidisciplinary center in Iceland that will enhance mutual programmes in capacity building and research activities to achieve development results.

The Director General also reiterated her gratitude for the First strategic Partnership Framework

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, undirrituðu í dag samkomulag um að Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfi undir merkjum UNESCO sem sjálfstæð stofnun. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi.

Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu (e. International Centre for Capacity Development, Sustainability and Societal Change), einnig nefnd GRÓ, verður fyrsta þverfaglega stofnun sinnar tegundar undir hatti UNESCO. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem hafa fram til þessa verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi: Jafnréttisskólinn, Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu samkomulag þess efnis í höfuðstöðvum UNESCO í París nú síðdegis. Skólarnir verða áfram fjármagnaðir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

„Með Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu leggjum við áfram okkar af mörkum á þeim sviðum sem Ísland hefur mikið fram að færa, þ.e. á sviðum jarðvarma, jafnréttis, sjávarútvegs og landgræðslu. Aukið samstarf Íslands og UNESCO býður upp á ýmsa möguleika og við hlökkum til að þróa það enn frekar. Um leið erum við stolt af því að geta haldið áfram að deila þekkingu okkar á þessum mikilvægu málefnum sem eru jafnframt í samræmi við megináherslur UNESCO,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Hlutverk Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu verður sem fyrr að styðja við getu þróunarríkja í Afríku, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku á þeim fjórum sviðum sem starfsemin tekur til og auka þar með möguleika þeirra á að ná alþjóðlegum markmiðum sínum í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Á hverju ári koma hópar sérfræðinga frá þróunarríkjum til nokkurra mánaða sérhæfðrar námsdvalar á Íslandi, auk þess sem haldin eru styttri námskeið í þróunarríkjum á vegum skólanna. Þar að auki gefst útskrifuðum nemendum frá öllum skólunum kostur á að sækja um styrki til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi. Breytingunum er ætlað að styðja enn frekar við hlutverk skólanna en raska ekki grunnstarfsemi þeirra. Þeir munu áfram auka getu einstaklinga og stofnana í þróunarríkjum, hver á sínu sérsviði, og verða áfram hýstir í samstarfi við viðkomandi fagstofnanir, Orkustofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands.