Vísindi

UNESCO vísindi

UNESCO er falið að stuðla að framgangi vísinda, bæði raunvísinda og hug- og félagsvísinda, með höfuðáherslu á sjálfbæra þróun. Stofnunin vinnur með aðildarríkjum að þróun rannsóknarstefnu og rannsóknargetu.

Áhersluatriði eru:

  • Stuðla að rannsóknum sem leiða til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda og bætts viðbúnaðar við náttúruhamförum
  • Hvetja til þróunar vísinda, tækni og nýsköpunar sem leiðir til sjálfbærrar þróunar og stuðlar að útrýmingu fátæktar
  • Stuðla að framgangi heimspeki og siðfræði sem eru mikilvæg til að ná fram markmiðum áætlunarinnar

Vef UNESCO um raunvísindi er að finna hér.

Vef UNESCO um hug- og félagsvísindi er að finna hér.