Skil á tilnefningu

Heildartexti umsóknar má ekki vera lengri en sem nemur fjórum A-4 síðum, að viðbættum öðrum gögnum. Ef spurningar vakna um tilnefningu á Landsskrá Íslands um Minni heimsins eða umsóknarferlið, vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið soffiag@hi.is, lýsið spurningunni og gefið jafnframt upp símanúmer svo hægt sé að hafa samband símleiðis.

Sendið eintak af fullgerðri umsókn á netfangið soffiag@hi.is eða í bréfpósti til landsnefndar:

Landsnefnd Íslands um Minni heimsins
Soffía Guðný Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu
101 Reykjavík

Skilafrestur tilnefninga er til 1. nóvember 2015.

Sendið auk þess eintak af fullgerðri umsókn á rafrænu formi til formanns Landsnefndar Íslands um Minni heimsins, Guðrúnar Nordal, á netfangið gnordal@hi.is.