Minni heimsins – Skilafrestur framlengdur til 1. nóvember

07/10/2015

Fréttir

 

 

Frestur til að skila inn fyrstu tilnefningum á Landsskrá Íslands um Minni heimsins hefur verið framlengdur til 1. nóvember nk. Leiðarvísir og eyðublað eru á slóðinni: http://unesco.is/minni-heimsins/

 

Markmiðið með opnun fyrir tilnefningar á Landsskrá Íslands um Minni heimsins er að efla vitund um mikilvægi hins skráða menningararfs í öllum byggðum landsins samhliða því að stuðla að varðveislu heimildanna og aðgengi almennings að þeim.

 

Víða í söfnum landsins leynist án efa mikilvægur skráður menningararfur (skjalasöfn, handrit, ljósmyndir, kvikmyndir o.fl.) sem hefði sérstakt varðveislugildi og mætti tilnefna á skrána. Skráning á Landsskrána mun gera gögnin sýnileg og gæti t.a.m. nýst í kynningu og menningartengdri ferðaþjónustu.

 

Einstaklingar, samtök og stofnanir geta lagt fram tilnefningar og öll form skráðra heimilda eru gjaldgeng, þar með talin stafræn gögn. Niðurstaða Landsnefndar Íslands um fyrstu skráningar á Landskrá Íslands um Minni heimsins verður birt síðar á árinu.

 

Nánari upplýsingar gefur Soffía Guðný Guðmundsdóttir, soffiag@hi.is.