Íslenska UNESCO nefndin

Ísland gerðist aðili að UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna – þann 8. júní 1964. Hinn 23. maí 1966 ákvað ríkisstjórnin að stofna íslenska UNESCO-nefnd. Nefndin kom saman til fyrsta fundar hinn 5. október 1966. Í fyrstu nefndinni sátu 15 fulltrúar samtaka og stofnana auk formanns sem skipaður var af menntamálaráðherra. Nefndin starfaði samkvæmt starfsreglum sem menntamálaráðherra setti á grundvelli ákvæða í stofnskrá UNESCO.